Laxa carpaccio

Það er varla hægt að hugsa sér fljótlegri og ferskari forrétt en þennan, að við tölum ekki um heilsusamlegan :-)

Það sem til þarf f. 4 er:

3 plómu tómatar, eins vel þroskaða og þú færð

1 msk. capers

1 msk. fersk dill, saxað

1/2 kg. nýr lax

1 msk. extra virgin ólívu olía

1 msk. lime safi

Svona gerum við:

Tómatarninr eru skornir í tvennt og allt tekið innan úr þeim og því hent, kjötið er svo saxað frekar fínt, sett í skál með capers og dilli. Laxinn er skoinn í þunnar sneiðar með beittum hníf með sveigjanlegu blaði. Mér finnst koma best út að skera hann frá hlið og inná við, eins og myndin sýnir, sneiðarnar verða fallegri þannig. Svo skiftir þú sneiðunum á 4 diska og setur hrúgu af tómötum ofaná, hristir saman í glas lime safa, olíu, salti og pipar og hellir smáveigis yfir tómatana. Gott að bera fram volgt ciabatta brauð með.

ATh. Mjög þægilegur forréttur sem er hægt að hafa tilbúinn en ósamsettan í ísskápnum (geyma laxinn skoinn á disk, tómata og dill saman í skál og lime og olíu í glasi, setja svo saman á no time.

Verði þér að góðu :-)