Heit laxa taco

Ég hafði ekki prófað taco með fiski áður, bara þessar hefðbundnu. Þær voru virkilega góðar og ég er viss um að smáfólkið verður ánægt með þær líka :-)

Það sem til þarf f. 4 er:

1/2 tsk. hvítlaukssalt

1 msk. reykt paprika

Salt og pipar

Sykur klípa milli fingra

500 gr. laxaflak

200 gr. hreint jógúrt, AB mjólk eða léttur sýrður rjómi (eða bland ef þú

átt sitt lítið af hverju)

1-3 msk. sterk chilisósa

Lime safi

Meðlæti:

8 litlar tortillur, hitaðar í ofni

1/2 lítill salathaus,skorinn i þunnar ræmur

Tómatar í bátum

Lítið búnt af kórinander, gróf saxað

Jalapeno sneiðar í krukku

Lime bátar

Sterk chilisósa

Svona er þetta:

Ofninn er hitaður í 200°C. Hvítlaukssalti, reyktri papriku, salti, pipar og sykri er blandað saman í skál og síðan er kryddblöndunni nuddað vel ofaní laxinn og látið standa í 15-20 mín. Jógúrt sósan er blönduð að þínum smekk, með limesafa og chilisósu, eftir því hvað þú vilt hafa hana sterka. Laxinn er bakaður í 12-15 mín., og tortillunum er pakkað í álpappír og hitaðar í ofninum síðustu 5 mín. með laxinum. Á meðan er meðlætið gert klárt og sett á disk og endilega bera sterku chilisósuna með á borð fyrir eldhugana sem vilja slurk af extra hita með.

Verði þér að góðu :-)