Parmesan og pesto gratíneruð langa

Spari fiskur sem tekur 5 mín. að koma í ofninn, hljómar eins og hörpusláttur af himnum, þegar kemur að því að gefa familíunnu góðan kvöldmat. Sósan er svo góð að ég hef bara skorpumikið brauð til að moppa henni upp af disknum með.

Það sem til þarf f.4 er:

ca. 800 gr. langa

Salt, pipar og smá druss af Perfect Pinch, Cajun (frá McCormick)

2 pakkar parmaskinka

1 dós 10% sýrður rjómi

3 msk. gott pesto

25 gr. fín rifinn nýr parmesanostur

1 msk. furuhnetur

Meðlæti:

Gott skorpumikið brauð, til að moppa sósunni upp af disknum, nema ef þú ert á keto eða LKL mataræði, þá sleppir þú brauðinu.

Svona geri ég:

Ofninn hitaður í 200°C. Fiskurinn er skorinn í fallega bita (ekki of smáa), og kryddaður á báðum hliðum. Skinkusneið er lögð á borðið og henni er rúllað utanum hvern bita. Bitunum raðað í stórt eldfast fat og doppum af sýrðum rjóma og pesto dreyft á milli bitanna og í kring. Ostinum er dreyft ofaná ásamt furuhnetunu og bakað í 15-20 mín. þar til skinkan er farin að gyllast og fiskurinn steiktur. Borið fram með nóg af góðu skorpumiklu brauði til að þurrka upp sósuna með. Þessa uppskrift er mjög auðvelt að minnka og hafa fyrir 2.

Verði þér að góðu :-)

P.s. Ég læt fylgja með uppskriftina af uppáhalds pestóinu mínu