Frittata úr engu

Það lenda allir í því að eiga smáafganga af allskonar í ísskápnum, sem nýtist kannski ekki í neitt sérstakt, en þú vilt ekki henda. Mér finnst ágætt að nýta þetta smáræði í frittötu sem ég borða kannski í hádeginu eða í morgunmat.

Það sem til þarf f. 2 er:

3-4 egg (ef þú átt afgangs hvítur eða rauður, settu þær þá með)

Smá sletta af rjóma ef hann er til annast mjólk eða vatn

Salt, pipar, paprika, timian, hvítlauksduft , oregano eða hvað sem er annað

Svo notarðu eitthvað eða allt af eftirfarandi ef þú þarft að losna við það:

Skinka, spægipylsa, pulsur eða annað kjöt, allt grænmeti sem þarf að klára, t.d. rífa gulrætur eða kartöflur hráar eða brytja soðnar, allar smárestar af kryddjurtum og síðasta bitann af t.d. gráðaosti, Camembert, rjómaosti eða Feta, tómatar, Pestó.

Þetta geri ég:

Slá saman eggjum og vökva, með smá kryddi. Kveikja á grillinu í ofnunum. Saxa það kjöt og grænmeti sem á að nota og steikja í olíu á pönnu við meðalhita, kryddað til. Hella eggjablöndunni yfir og steikja í smástund, þá er sneiddum tómötum raðað ofaná og ostinum dreyft yfir, pannan sett undir grillið þangað til osturinn er bráðinn og eggjakakan er gullin. Tekin úr ofninum og í restina er gott að blanda saman ca. 1 tsk. pestó og slurk af ólífu olíu í glas og dreypa yfir, um leið og frittatan er sett á borðið. Ristað brauð og/eða salat borðað með, eða ekkert.

Verði þér að góðu :-)