Cheddar eggjabaka

Ég segi það einu sinni enn, því góð vísa er aldrei of oft kveðin, hjá mér eru sunnudagsmorgnar NAMMIDAGUR :-) Þá leyfi ég mér að fara útaf beinu brautinni, og fæ mér það sem hugurinn girnist í morgunbröns/mat. Núna í morgum varð ég að fá eitthvað comforting og kósý, þegar ég sá út um gluggann.. brrrr. Hjá mér þýðir það yfirleitt eitthvað með eggjum og baconi. Fyrir valinu í morgun varð þessi cheddar eggjabaka, og hún klikkaði ekki, endilega prófaðu.... ;-)

Það sem til þarf f. 4 er:

50 gr. brætt smjör

8 sneiðar bacon

8 egg

4 lúkur rifinn cheddar

Svartur pipar

En svona er þetta:

Ofninn er hitaður í 200°C. 4 litlar ramekin skálar eru mjög rausnalega smurðar með smjörinu.

Bacon sneiðarnar eru skornar í tvennt og settar í botninn og upp með hliðunum á skálunum. Tvö egg eru síðan brotin varlega ofaná baconið, piprað og saltað smávegis. Siðan eru skálarnar settar í stórt eldfast fat í vatnsbað (heitt vatn sett upp á rúmlega miðjar litlu skálarnar) og bakað í 8-10 mín., eða þar til osturinn er bráðinn og eggin elduð eins og þú vilt hafa þau. Svartur pipar malaður ofaná ostinn, svo finnst mér nauðsynlegt að hafa smurt ný ristað brauð og góða sultu + sterkur kaffibolli = góðan daginn sunnudagur.

Verði þér að góðu :-)