Toblerone ísinn minn

Er hægt að halda jól án Toblerone íss?? Hann er eiginlega orðinn JÓLAÍSINN.... Góður er hann, það er ekki spurning og sjálfsagt til óteljandi útgáfur og blæbrigði af þessum eftrætis ís landsmanna. Ég verð að henda mínum 50 sentum í púkkið og koma með mína útgáfu. Hún hefur lengi fallið í kramið hjá mínu fólki, þykir afbragðs góð, enda ekki margt sem getur klikkað svosem, súkkulaði og rjómi er "no bariner". En kíktu á og sjáðu hvað þér finnst.

Það sem til þarf er:

4 eggjarauður

4 msk. sykur

250 gr. + 100 gr. Toblerone

4 msk. vatn

4 dl rjómi, létt þeyttur

Svona geri ég:

Eggjarauður og sykur eru þeytt saman létt og ljós. 250 gr. af Tobleroninu og vatnið er brætt saman og kælt í smástund. Síðan er því hrært útí þeyttu eggjaraðurnar. Rjóminn er þeyttur og síðan er eggja/súkkulaði blöndunni blandað saman við þeytta rjómann. Formið sem þú notar er klætt að innan með plastfilmu sem nær uppfyrir brúnirnar á forminu, þá er auðveldara að ná honm úr forminu. Síðan er blöndunni hellt í formið, plast lagt yfir hana og forminu stungið í frysinnn í ca. 2 tíma, eða þar til ísinn er farinn að taka sig. Restin af Tobleroninu er saxað og því svo hrært varlega út í ísnn með gaffli. Plastið er sett aftur yfir og álpappírslok yfir plastið, svo ísinn geymist sem best. Forminu er stungið í frystinn aftur og hann geymdur þar til á að nota hann. Best er að taka ísinn út úr frystinum ca. 20 mín. áður en á að setja hann á borðið. Borinn fram með ferskum ávöxtum og ÞESSARI sósu.

Verði þér að góðu :-)