Hvít súkkulaðimús með piparmintulíkjör

Hvít súkkulaðimús með piparmintulíkjör

Hvítt súkkulaði hefur alltaf verið oggu pons löstur hjá mér, sem sagt mjög hrifin af þessu rjóma-mjúka.. ok, hætta núna :-)

Það sem til þarf í 8-10 litla skammtar: er:

300 gr. hvítt súkkulaði

2 ½ dl rjómi

2 eggjahvítur

3 msk. piparmyntulíkjör (best að smakka til, misjafnt hvað maður vill sterkt bragð)

Þeyttur rjómi, til að skreyta með

En svona er farið að:

Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði, og hrært í því annað slagið. Þegar það er bráðið er það látið kólna í smástund.

Rjóminn er þeyttur með 1 eggjahvítu og líkjörnum í. Ekki þeyta hann of mikið. Smávegis af rjómanum er hrært saman við bráðnaða súkkulaðið, svo er restinni hrært útí. Hin eggjahvítan er sífþeytt og hrærð varlega samanvið. Mér finnst skemmtilegast að hafa lítið glas eða skál fyrir hvern og einn.

Ég set ca. 2 sósuausur í hvert glas. Músin er sæt og bragðmikil svo lítill skammtur fer langt, en það má alltaf fá sér annan :-)

Skreytt með rjómatoppi sem grænum piparmyntu líkjör er hellt yfir, smá kitch. Kæla í allavega 2-3 tíma. Má gera daginn áður.

Verði þér að góðu :-)