Keto

Swiss Mocka,

Það sem til þarf er:

f. 2

2 bollar gott heitt kaffi

1/2 bolli rjómi, þeyttur

1/2 tsk vanilludropar

1 tsk. ósætt kakó

1/4tsk. kanell

Gott kaffi, er nauðsynlegt. Gott kaffi með þeyttum rjóma er betra og best er kryddað gott kaffi með dökkum súkkulaðibita, það er allra best. Swiss Mocka er sætt, en þetta er keto og LKL vænt og sykurlaust. Gott sem millimál eða ágætur morgunverður ef þú ert fyrir það að borðar lítið á morgnana. Allavega lúxus dekur á hvaða tíma dagsins sem er. Láttu það eftir þér!

Svona geri ég:

Rjóminn er þeyttur. Lagaðu gott en svolítið sterkt kaffi. Kryddið er sett í litla könnu og kaffinu hellt útí og hrært samanvið. Skipt á milli tveggja bolla og þeytta rjómanum skipt á millibollanna, smá kakói eða kanel drussað yfir. Það eru bókstaflega mannréttindi að fá lítinn bita af 70% súkkulaði með.

Verði þér að góðu ;-)

Lúxus og dekur..