Súkkulaði Martíní

Konudagur er á sunnudaginn!

Ég er á þeirri skoðun að það ætti að helga konum alla helgina!! Frá lokum vinnudags á föstudegi til upphafs vinnu á mánudegi... Konuhelgin, hvað finnst þér? Getum við sett nýtt trend í gang???

Hvernig sem fer með það byrjum við helgina á Súkkulaði Martíni :D

Það sem til þarf f. 2 er:

4 dl mjólk

2 kúfaðar msk. af Nutella

1 kúfuð msk. af góðu kakó (Green&Black)

3 skot af Vodak

2 skot af súkkulaðilíkjör frá Bols

Klaki

Til að skreyta glösin:

Nutella

Ristaðar heslihnetur, saxaðar

Svona gerum við:

1-2 msk. af Nutella er smurt á lítinn disk og söxuðum heslihnetum dreyft á annan. Brúninni á Martíníglösunum er snúið ofaní Nutellað og svo er þeim dýft í hneturnar. Mjólkin, Nutella og kakó er hitað varlega í potti, hrært í þar til blandan er flauelsmjúk og heit. Sett í kæli og kælt. Þegar súkkulaði-mjólkin er alveg köld er kokteilhristarinn tekinn fram súkkulaðimjólkinni og áfenginu skutlað i hann ásamt klaka, svo er hrist duglega, hellt í glösin og svo að njóta þess að það er komin helgi.

SKÁL FYRIR KONUM :-)