Strawberry Fizz

Mmmm......... sumarhiti og yndislegur tími. Menningarnótt framundan og Reykjavíkur maraþonið, sannkölluð veisla um helgina. Ég vona að helgin verði frábær hjá þér Chin, chin ;-)

Það sem til þarf f.2 er:

8 stór íslensk jarðarber (ca. 125 gr.), eða frá Driscolls, skoluð og laufhreinsuð

3 dl af spænsku Cava eða ítölsku Prosecco (freyðivín)

Svona geri ég:

Skerðu 2 þykkar sneiðar úr miðjunni á einu jarðarberi og geymdu til skreyta 2 kampa-vínsglös með.

Annars eru jarðarberin sett í blandara og maukuð. Maukinu er skipt á milli 2ja kampavínsglasa og þau skreytt með jarðarberja sneiðunum. Glösin eru fyllt, varlega, með ísköldu freyðivíni.

Fyrir þá sem verða á bíl um helgin, en langar í freyðandi Strawberry Fizz, þeir skipta freyðvíninu út fyrir lime- eða sítrónu sódavatn í staðinn fyrir freyðivínið.

Skál í boðinu :-)