Kókos Margaríta

SÓL og sumar.... eða haust og SÓL .... skiptir ekki öllu máli.... allavega frábær kokteill sem er tilvalinn í vinkonu hittinginn. Suðræn seyandi tónlist og samba sveifla með mjöðmunum á eldhúsgólfinu, er nauðsynleg til að fá fulla upplifun í að minna okkur á heitari daga sem eru LÖNGU liðnir.

Það sem til þarf f. 4 er:

4 bollar mulinn ís

1 dl Tequila

0.6 dl ananassafi

1 dl Triple Sec eða Cointrau

3.6 dl kókosmjólk

2 msk. kókorflögur

Svona gerir þú:

Eins einfalt og það getur verið. Klaki, Tequila, ananasafi, Triple Sec og kókosmjólk sett í blandara og hrist þangað til það verður freyðandi og rjómakennt. Brúnin á Margarítaglösunu er bleytt og henni stungið ofaní kókosflögurnar, blöndunni er svo skipt á milli glasanna og nokkrum kókosflögum dreyfi í miðjuna. Skál :-)

Njóttu vel!!