Karamellu-kókos romm

Ég hugsa að flestir séu sammála mér, að það er skemmtilegra að taka jólaskrautið upp úr kössunum eftir árs hvíld, en að pakka því saman. Ég hef oft staðið mig hræðilega illa í því að ganga nógu vel frá skrautinu, þó svo ég strengi þess innileg heit flest ár að taka mig á í þessum efnum. Árangurinn af þessum heitum hefur látið á sér standa, en eins og einhver sagði: Batnandi fólki o.s.frv. ... og góður ásetningur er þó alltaf eitthvað... er það ekki?? Þetta leiðinda verk verður allavega skárra með rjúkandi bolla af karamellu-kókos rommi, það er líka svo saðsamt að ég þarf líklega ekki að elda í kvöld ;-))

Það sem til þarf f. 6 er:

1 dós kókosmjólk

1 1/1 bolli léttmjólk

1/2 bolli suðusúkkulaði, gróf brytjað

1/4 bolli creamy hnetusmjör

1/4 bolli góð karamellusósa

Romm - kókosromm - þeyttur rjómi - ristaðar kókosflögur

En svona lögum við nammið:

Kókosmjólk, mjólk, suðusúkkulaði, hnetusmjör og karamellusósu er skutlað í blandaða og maukað í smástund.

Því er svo hellt í pott og hitað að suðu, síðan er romm eða kókosromm sett útí eftir þínum smekk, hellt í glös og toppað með þeyttum rjóma og ristuðum kókosflögum....... Mér finnst ég heyra í Mary Poppins syngja: With a spoon full of sugar...... :-Þ