Kanelsnúða smootie

Jamm....! Einmitt, ertu að hugsa það sama og ég? Hversu gott.... ímyndaður þér að borða kanlesnúða í morgunmat, án þess að fá samviskubit. Taktu töfrasprotann fram og þeyttu upp smá töfra fyrir braglaukana. Eins einfalt að gera eins og segja góðan daginn, en bragðast syndsamlega vel.

Það sem til þarf er:

f. 2

1 bolli kókosmjólk (ekki fituskert)

1 tsk. kanell

1/4 tsk. vanilla

2 kúfaðar msk. möndlusmjör

1/2 lúka klaki


Svona geri ég:

Ég nota töfrasprotann ti að búa þennan til, finnst það einfaldara. Allt hráefnið er sett í háa í könnu og þeytt þar til allt er vel blandað saman og freyðandi. Hellt í glas og notið.

Verði þér að góðu :-)