Ferskur lime Daiquiri

Þessi er brakandi ferskur og gott að drekka svona á heitum sumardögum, jökulkaldan.....

Það sem til þarf f. 2 er:

80 ml. dökkt romm

60 ml. ferskur lime safi

30 ml. sykur sýróp

Klak

1/3 bolli vatn

1/3 boli sykur

Sykur sýróp:

Best að byrja á að gera sykur sýrópið:

Vatn og sykur sett saman í pott og suðan látin koma upp, þá er hitinn lækkaður og látið malla þar til sykurinn er leystur upp, látið kólna.

það er ágætt að eiga svona í krukku í íssákpnum þá þarf ekki að vera að sjóða sýróp oft...

Og svo blöndum við:

Rommi, lime safa, sýrópi og klaka, skellt í blandara og og látið þeytasat duglega. Kokteilglös eru skreytt með limesneiðum og daiquirinum er hellt í glösin.

Enjoy ;-)