Jólarúgbrauð

Árleg sending af jólarúgbrauði frá elsku mömmu. Dásamlegt með síldinni eða jólapatéinu og svo bara með þykku lagi af köldu smjöri. Mér finnst það ómissandi fyrir jólin :-)

Það sem til þarf i 4 lítil rúgbrauð er:

2 bollar rúgmjöl

2 bollar hveiti

2 bollar heilhveiti

3 tesk lyftiduft

2 tesk salt

2 tesk sódaduft

1 1/2 bolli síróp

4 bollar súrmjólk

Svona gerir mamma:

Ofninn er hitaður í 250°C. Öllum hráefnium er blandaðð saman í skál. Ég nota 4, 1 L álform og bý til lok úr álpappír til að setja yfir brauðin og spreyja allt vel með olíu. Ég læt sjóðandi vatn i ofnskúffuna og læt hitann vera það mikinn í ofninum að vatnið í skúffunni sjóði. Deginu er jafnað milli formanna og þeim lokað með ál lokunum og þau sett í skúffuna. Það þarf að passa að að sé nóg vatn í ofnskúffunni, ef það þarf að bæta í hana vatni þarf vatnið að vera sjóðandi. Brauðin eru bökuð fyrstu 15 mín. á 250°C síðan er hitinn lækkaður í 200°C og brauðin bökuð áfram í 1 klst og 15-20 mín., eða þar til þau eru fullbökuð.

Verði þér að góðu:-)