Broddgöltur

Jupps, ég elska hvítlauksbrauð. Broddgölturinn tekur þessa ást á allt annað stig.Hann er með osti líka :-) Ástin nær nýjum hæðum og ég missi mig í græðgi. Þú ættir að prófa hann, svooooo góður. Frábært einn og sér eða með mat..... eiginlega með öllum mat =D

Það sem til þarf á 1 stórt snittubrauð er:

5 hvítlauksrif

1/3 bolli steinselja

2 matskeiðar ólífu olía

3 msk. smjör

Sjávarsalt eftir smekk

1 Mozzarella kúla

70 gr. sterkur Cheddar

1 Stórt snittubrauð

Svona gerum við þetta:

Ofninn er hitaður í 180°C. Hvítlaukur, steinselja og ólífu olía, er sett í blandara og maukað. Osturinn er skorinn í fingur þykka aflanga bita. Smjörið er brætt á miðlungshita, er steinselju- hvítlauksmaukinu bætt útí ásamt sjávarsalti. Látið malla í 2 mín. og hrært í á meðan svo hvítlaukurinn brúnist ekki. Tekið af hitanum. Tíglamynstur er skorið í brauðið, en passaðu að skera ekki í gegn, brauðið verður að hanga vel saman. Ostinum er stungið ofaní skurðina á brauðinu. Hvítlaukssmjörinu er dreypt ofaní raufarnar á brauðinu. Brauðið er sett á álpappír og hann látinn ná uppá miðjar hliðarnar á brauðinu, svo er hann tekinn saman í hnút á endunum svo brauðið haldist vel saman. Álpappír er síðan lagður laust ofaná. Bakað í 10 mín., þá er álið tekið ofanaf brauðinu og bakað áfram í 10 min., eða þar til osturinn er alveg bráðinn og brauðið heitt í gegn. Svo er að njóta.

Verði þér að góðu :-)