Besta hvítlauksbrauð í heimi

Ekki hugsa um aðhald þegar þú færð þér svona hvítlauksbrauð með matnum..... Það er svoooo gott að þú færð þér örugglega nokkrar sneiðar, við skulum alveg vera hreinskilin... Það er líka allt í lagi, njóttu þess í botn :-)

Það sem til þarf f. 2-3 með mat er:

1 snittubrauð

2 msk. majones

2 msk. mjúkt smjör

4 msk. rifinn ostur

Hvítlaukssalt

Svartur pipar

Svona geri ég:

Ofninn er hitaður í 200°C. Brauðið er skorið eftir endilöngu. Majonesi, smjöri, osti, pipar og hvíktlaukssalti er hrært saman í skál. Maukinu er smurt á neðri partinn af brauðinu og það lagt þétt saman. Skáskorið í þykkar sneiðar og pakkað í álpapppír. Bakað í 10-12 mín. Gott með flest öllum mat eða eitt sér.

Verði þér að góðu :-)

P.s. Brauðið er æði með grísahnakka Bóthildar. Hér færðu uppskriftina :-)