Endurskoðun aðalskipulags

Eyja- og Miklaholtshrepps

Auglýst tillaga

Hér er aðgengileg tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Eyja- og Miklaholtshrepps sem samþykkt var til auglýsingar á fundi hreppsnefndar þann 20. febrúar 2019 með svofelldri bókun:

„Hreppsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með aðalskipulagstillöguna og þau tækifæri sem í henni eru fyrir fyrirtæki og íbúa. Sérstaklega eru inn í tillögunni möguleikar á uppbyggingu í ferðaþjónustu á Vegamótasvæðinu, Miðhrauni II og Eiðhúsum. Ef þessar hugmyndir verða að veruleika mun það skipta okkar samfélag miklu máli. Einnig mun þessi uppbygging hafa jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á öllu Snæfellsnesi. Til að bregðast við og undirbúa okkar samfélag fyrir þessa vonandi miklu uppbyggingu tók hreppsnefnd frá land við Laugargerðisskóla fyrir íbúðabyggð og fyrirhugað er að hefja vinnu fljótlega við að deiliskipuleggja það svæði.“

Í tillögunni kemur fram stefna sem skiptir íbúa og aðra hagsmunaaðila miklu máli og varðar fjölmarga þætti, svo sem þróun byggðar, landnotkun og innviði. Tillagan nær til alls lands innan sveitarfélagsins.

Mótun tillögunnar, þ.m.t. kynning og samráð, er í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Umhverfisskýrsla er sett fram í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Auglýsing þessi er skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Frestur til að gera athugasemdir

Frestur til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna rennur út 30. apríl. Athugasemdum skal komið á framfæri skriflega með því að senda tölvupóst á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is eða með bréfpósti til

Eyja- og Miklaholtshreppur

Hofsstöðum

311 Borgarnes

Um hvað er aðalskipulag?

Aðalskipulag gerir grein fyrir stefnu sveitarstjórnar í mörgum málaflokkum, einkum þeim sem varða ráðstöfun lands, t.d. fyrir byggð, landbúnað, aðra atvinnustarfsemi og opin svæði. Stefnan er útfærð með skilmálum sem eru lagalega bindandi. Aðalskipulagið hefur því áhrif á réttindi og skyldur þeirra sem búa og starfa í sveitarfélaginu.

Skipulagsgögn

Sækja má öll skipulagsgögn í einni þjappaðri skrá með því að smella hér. Tillagan er sett fram í greinargerð, skipulagsuppdrætti og fjórum þemauppdráttum.

Vefsjá

Í handhægri vefsjá má skoða skipulagsuppdráttinn og slá upp skilmálum fyrir hvern reit. Mikilvægt er að hafa í huga að skoða þarf öll gögn tillögunnar til að fá tæmandi upplýsingar um stefnu og ákvæði.

A1179-014-D04 Aðalskipulag E&M Greinargerð.pdf

Greinargerð


Skipulagsuppdráttur


Náttúruvernd

Flokkun landbúnaðarlands

Vegaflokkun

Vindorka