Endurskoðun aðalskipulags

Eyja- og Miklaholtshrepps

Tillaga lögð fram til kynningar á vinnslustigi

Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur lagt fram drög að tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi til kynningar á vinnnslustigi í samræmi við 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Þetta þýðir að tillagan er nálægt endanlegri mynd en enn er svigrúm til lagfæringa og betrumbóta ef ábendingar berast um slíkt. Sveitarstjórn mun skoða allar slíkar ábendingar áður en tillagan er lögð fram formlega og auglýst.

Um hvað er aðalskipulag?

Aðalskipulag gerir grein fyrir stefnu sveitarstjórnar í mörgum málaflokkum, einkum þeim sem varða ráðstöfun lands, t.d. fyrir byggð, landbúnað, aðra atvinnustarfsemi og opin svæði. Stefnan er útfærð með skilmálum sem eru lagalega bindandi. Aðalskipulagið hefur því áhrif á réttindi og skyldur þeirra sem búa og starfa í sveitarfélaginu.

Til hvers er ætlast af mér?

Mikilvægt er að íbúar, landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar vegi og meti stefnuna sem sveitarstjórn gerir hér tillögu um og átti sig á því hvernig hún snertir eigin hagsmuni og heildarinnar. Tillagan er einnig send ýmsum umsagnaraðilum, t.d. stofnunum sem fjalla um málefni tengd skipulaginu.

Ábendingar má senda á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is eða með bréfpósti til

Eyja- og Miklaholtshreppur / Hofsstöðum / 311 Borgarnes

Ábendingar og umsagnir sendist í síðasta lagi 25. nóvember 2018.

Hvað gerist næst?

Sveitarstjórn fer yfir ábendingar sem berast og vegur og metur hvort þær gefa tilefni til breytinga á tillögunni. Síðan er tillagan fullgerð og send til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

Ef Skipulagsstofnun heimilar er tillagan formlega auglýst. Þá gefst aftur tækifæri til að leggja fram athugasemdir.

Að lokum fer sveitarstjórn yfir allar athugasemdir og svarar þeim skriflega. Þær geta leitt til breytinga á tillögunni, sem síðan er send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Skipulagsgögn og vefsjá

Skipulagstillagan er sett fram í greinargerð, skipulagsuppdrætti og fjórum þemauppdráttum og þessi gögn eru öll aðgengileg hér fyrir neðan.

Hægt er að sækja öll gögn skipulagstillögunnar í einni ZIP tölvuskrá með því að smella hér.

Á sérstökum vef má skoða skipulagsuppdrátt og flokkun landbúnaðarlands, ásamt skilmálum landnotkunarreita. Á þessum vef má líka skrá athugasemdir.

A1179-014-D02 Greinargerð.pdf

Greinargerð

Hér er stefna sveitarstjórnar sett fram í máli og myndum, ásamt umhverfismati og skilmálum fyrir reiti sem auðkenndir eru á skipulagsuppdrætti.

Skipulagsuppdráttur

Öllu landi sveitarfélagsins er hér skipt í reiti og um hvern reit gilda skipulagsákvæði sem fram koma í 4. kafla greinargerðarinnar, auk almennrar stefnu í 2. kafla.

Þemauppdráttur um náttúruvernd. Hér kemur fram hvaða svæði njóta sérstakrar verndar. Sjá kafla 2.7 í greinargerð.

Þemauppdráttur um flokkun landbúnaðarlands. Sjá kafla 2.3 í greinargerð.

Þemauppdráttur um vegi í náttúru Íslands. Sjá kafla 2.6 í greinargerð.

Þemauppdráttur um vindorku. Sjá kafla 2.4 í greinargerð.