Aðalskipulag

Eyja- og Miklaholtshrepps

Staðfest skipulag

Hér er aðgengilegt aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps sem staðfest var í ágúst 2019.

Í skipulaginu kemur fram stefna sem skiptir íbúa og aðra hagsmunaaðila miklu máli og varðar fjölmarga þætti, svo sem þróun byggðar, landnotkun og innviði. Það nær til alls lands innan sveitarfélagsins.

Mótun tillögunnar, þ.m.t. kynning og samráð, var í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Umhverfisskýrsla er sett fram í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Um hvað er aðalskipulag?

Aðalskipulag gerir grein fyrir stefnu sveitarstjórnar í mörgum málaflokkum, einkum þeim sem varða ráðstöfun lands, t.d. fyrir byggð, landbúnað, aðra atvinnustarfsemi og opin svæði. Stefnan er útfærð með skilmálum sem eru lagalega bindandi. Aðalskipulagið hefur því áhrif á réttindi og skyldur þeirra sem búa og starfa í sveitarfélaginu.

Skipulagsgögn

Sækja má öll skipulagsgögn í einni þjappaðri skrá með því að smella hér. Tillagan er sett fram í greinargerð, skipulagsuppdrætti og fjórum þemauppdráttum.

Breyting á aðalskipulaginu vegna verslunar og þjónustu að Miðhrauni var staðfest í mars 2021, sjá hér. Gögnin hafa ekki verið uppfærð með breytingunni en vefsjáin er uppfærð og þar koma breytt ákvæði og afmarkanir fram.

Vefsjá

Í handhægri vefsjá má skoða skipulagsuppdráttinn og slá upp skilmálum fyrir hvern reit. Mikilvægt er að hafa í huga að skoða þarf öll gögn skipulagsins til að fá tæmandi upplýsingar um stefnu og ákvæði.

A1179-014-U01 Aðalskipulag E&M Greinargerð.pdf

Greinargerð


Skipulagsuppdráttur


Náttúruvernd

Flokkun landbúnaðarlands

Vegaflokkun

Vindorka