Námsvísir nær yfir heilt skólaár - einn námsvísir fyrir allan skólann. Möguleiki á að ganga lengra.
Námsvísir er endurskoðaður að vori með öllu starfsfólki þar sem mat á hverju tímabili hefur safnast saman yfir skólaárið.
Námsvísir vísar leiðina og segir til um hvaða nám á að eiga sér stað á tímabilinu eftir námssviðum.
Hver námsvísir skiptist upp í sex spannir sem marka mat á námi og kennslu, við lok hverjar spannar og að auki þrisvar á skólaárinu markar námsvísirinn námsviðtal við foreldra/forráðafólk.
Námsvísir markar deildarfundi þar sem markmiðin og verkefnin eru skýr og öllum kunn.
Námsvísir er sveigjanlegur og gefur rými fyrir áherslur hvers skóla, sérstöðu og sköpun starfsfólks.
Eftir hverja spönn í námsvísinu er farið yfir hvort að námið sem fyrirhugað var að færi fram á tímabilinu hafi gert það
Innra mat á sér stað reglulega yfir skólaárið.
Stöðugar umbætur tryggja gæði náms á deildum.
Þrisvar sinnum yfir skólaárið er leikurinn sem kennsluaðferð skoðaður sérstaklega.
Mat á námi á viðkomandi spönn fylgja jafnframt stuttar leiðbeiningar og pláss fyrir aðeins ítarlegri útfærslu á hverju tímabili.
Eitt skjal á við um hverja spönn - auðvelt að merkja við og skoða fyrirmæli í leiðinni.
Námsmat hópsins byggir á því námi sem tilgreint er í námsvísinu.
Vel afmarkað og í passlegum skömmtun.
Mat á náminu sem fer fram fer fram með öllu starfsfólki á deildinni á deildarfundi við lok hverrar spannar.
Góð myndræn yfirsýn yfir nemedahópinn.
Mælingar byggja á matskvarða skólans en eiga sér stoð í þekktum mælitækjum (TRAS, AEPS, EFI-2, Hljóm-2, MIO).
Auðveldar yfirsýn og eykur líkurnar á því að snemmtæk íhlutun geti hafist eins fljótt og auðið er.
Afmarkar starf kennara og starfsfólk deildanna.
Auðvelt að þýða fyrirmæli.
Tvö námstímabil eru tekin saman og staða hvers nemenda kortlögð.
Deildarstjóri/skólastjóri vinna matið útfrá námsmati hópsins sem hefur farið fram við lok tveggja spanna í senn.
Orðaforði foreldraviðtalsins er vel mótaður.
Tækifæri til þess að kalla til sérkennara eða sérkennsluráðgjafa ef að tilefni verður til og rauð flögg eru á lofti.
Staða barns endurmeti og persónuleg markmið sett ef nauðsyn krefur.