Líknarsjóður


Áherslur Fjörgynjar í líknarmálum 

Lionsklúbburinn Fjörgyn leggur áherslu á að leggja lið í baráttunni fyrir bættri heilsu barna og unglinga. Helstu verkefni klúbbsins tengjast stuðningi við Barnaspítala Hringsins og Barna og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss (BUGL). Auk þess hefur Fjörgyn sinnt verkefnum sem tengjast ungu fólki, sérstaklega í Grafarvogi.  Stærsta verkefni klúbbsins um þessar mundir, eru stórtónleikar klúbbsins í Grafarvogskirkju, sem haldnir eru í nóvember ár hvert, til styrktar BUGL.


Barna- og unglingageðdeild LSH

Frá árinu 2003 hefur Lionsklúbburinn Fjörgyn staðið fyrir árlegum stórtónleikum í Grafarvogskirkju til styrktar Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL) og líknarsjóði Fjörgynjar. Mikill fjöldi landsþekktra tónlistarmanna hafa komið fram á tónleikunum og styrkt verkefnið, en sumir þeirra hafa tekið þátt í verkefninu allt frá því að fyrstu tónleikarnir voru haldnir.

Síðustu tónleikar voru haldnir þann 12. nóvember 2009 og þá sóttu um 800 manns. Eftirtaldir listamenn reiddu fram sannkallaða tónlistarveislu:

Felix Bergsson (kynnir), Friðrik Ómar og Jógvan Hansen, Gissur Páll Gissurarson, Hörður Torfason, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Lay Low, Óskar Pétursson, Páll Óskar og Monika, Páll Rósinkranz, Ragnar Bjarnason. Einnig komu fram tveir kórar: Karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Árna Harðarsonar, og Voces Masculorum. Píanóleikari með flestum söngvurunum var Jónas Þórir.

BUGL rekur göngudeildar- og vettvangsþjónustu við börn og unglinga þar sem áhersla er lögð á að einstaklingnum sé gefinn kostur á að vera áfram í sínu daglega umhverfi en sækja þjónustu til göngudeildar. Í desember 2007 afhenti Fjörgyn BUGL tvær nýjar bifreiðar til afnota sem nýtast við slíka vettvangsþjónustu geðdeildarinnar. Annar bílinn er ætlaður fyrir vettvangsteymi til að sinna eftirfylgd eftir útskrift unglings og aðstoða fjölskyldur í nærumhverfi barnanna. Hinn bíllinn er níu manna og ætlaður til ýmissa hópferða. Í samstarfi við Fjörgyn styrkir Sjóvá tryggingar bílanna, N1 veitir styrk til eldsneytiskaupa og Glitnir Fjármögnun útvegaði hagstæða fjármögnun. Fyrir bankakreppu dugðu vextir af söfnunarfé fyrir um 80% af rekstrarkostnaði.

Barnaspítali Hringsins

Frá starfsárinu 1994-1995 hefur Fjörgyn beitt sér í málefnum Barnaspítla Hringsins. Verkefni hverju sinni hafa verið ákveðin á samráðsfundi lækna Barnaspítlans og félaga í Fjörgyn, þar sem könnuð er þörf fyrir ný tæki. Frá upphafi hefur klúbburinn gefið tæki til Barnaspítala Hringsins einn sér eða í samvinnu við Bónus. Meðal þeirra tækja sem Fjörgyn hefur fært barnaspítalanum eru:

Einnig hefur Fjörgyn margsinnis fært Barnaspítala Hringsins ýmis leikföng, í samstarfi við umboðsmann fyrir Lego á Íslandi.


Frá 1994 hefur Lkl Fjörgyn því, með aðstoð fjölmargra velunnara, aflað lækningatækja til Barnaspítlans fyrir um 30 milljónir króna. Lionsklúbburinn Fjörgyn er mjög þakklátur fyrir þann hlýhug sem stuðningsaðilar klúbbsins hafa sýnt þegar til þeirra hefur verið leitað. Án stuðnings frá velunnurum hefði ofangreindur árangur ekki náðst.Vísur til heiðurs Lkl. Fjörgyn

Niðurskurður og neikvætt tal
nærir óánægju og svartsýni.
Látum oss taka upp léttara hjal
og lítum á málin af bjartsýni.

Þó aumingja ríkið sé illa statt
utanað kemur björgin
því oft hafa með gjöfum glatt
Grafarvogsljónin í Fjörgyn

Höfundur: Lúther Sigurðsson, barnalæknir,
orti og flutti á Herrakvöldi Fjörgynjar.