Stofnun klúbbsins

Lionsklúbbinn Fjörgyn var stofnaður þann 14.maí árið 1990. Föðurklúbbur Fjörgynjar er Lkl. Mosfellsbæjar. Stofnskrárhátið klúbbsins var haldinn 1.desember 1990. Meðal stofnfélaga í Fjörgyn voru félagar víða af höfuðborgarsvæðinu, þó voru flestir úr Árbæ og Grafarvogi. Fyrsta merki klúbbsins (til hægri) var hannað af einum stofnfélaga klúbbsins, Pétri B Snæland og er útgáfa þess dagsett 1.október 1990.


Comments