Langar þig til að fylgjast með FRÍS - Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands - en þekkir ekki leikreglurnar? Á þessari síðu finnur þú einfaldaðar leikreglur fyrir alla þrjá leikina sem keppt er í: Counter-Strike 2, Fortnite og Rocket League. Auk þess er hægt að nálgast upplýsingar um lið FÁ og horfa á leiki í beinni útsendingu.

👉 Vissir þú að í FÁ er nördaklúbbur á Discord? Þar geta nemendur sem hafa áhuga á tölvuleikjum, rafíþróttum, borðspilum, DnD, kvikmyndum, teikningum o.fl. spjallað saman um sín áhugamál, skipulagt leiki o.fl. Nánari upplýsingar gefur Vigdís félagsmálafulltrúi eða Bjarki tölvukennari.

👉 Vissir þú að í FÁ eru ýmsir tölvuleikjaáfangar í boði? Þar á meðal leikjahönnun, rafíþróttir, saga og fræði og yndisspilun. Nánari upplýsingar >>