Á friðsælum sveitabæ milli jökuls og sjávar er fjölskyldurekin ferðaþjónusta, lítið gistihús og tvö sumarhús. Á bænum eru kindur, hestar, hænur, kisur og hundur.
Verið velkomin til okkar.
Gistihúsið
býður upp á uppábúin rúm sem eru annaðhvort með baði eða án, einnig er ókeypis Wi-Fi - Internet og næg bílastæði. Stórt sameiginlegt setusvæði fyrir gesti með 75" flatskjá. Öll herbergin eru með fallegt útsýni ýmist til sjávar eða fjalla.
Veitingasalurinn
í björtum og rúmgóðum sal er boðið upp á morgunverðarhlaðborð, og kaffiveitingar á daginn.
Á kvöldin er kvöldverður framreiddur eftir pöntun með úrvali að áfengum og óáfengum drykkjum.
Sumarhúsin
tvö viðarhús með fallegu útsýni, uppábúnum rúmum, eldunaraðstöðu og fríu WIFI - interneti.
Staðsetning
við erum staðsett við fjallið Pétursey, í Mýrdal. Einungis eru 20 km í næsta kaupstað Vík.